Birgir Leifur fékk 6 fugla, 9 pör og 3 skolla á hringnum í dag. Hann mun hefja leik á morgun klukkan 9:50 ásamt íranum John Kelly og englendingnum Tim Milford sem er í 51. sæti á styrkleikalista Áskorendamótaraðarinnar. Birgir Leifur er sem stendur fyrir þetta mót í 183. sæti á styrkleikalistanum.