Birgir Leifur er er í 7. – 11. sæti eftir daginn í dag og er samtals á -4 höggum undir pari einungis 3 höggum frá efstu mönnum. Birgir hefur leikið á 70 höggum báða dagana.

Birgir Leifur lék vel í dag fékk 16 pör og 2 fugla. Sjálfur segist Birgir Leifur oft hafa slegið betur en var að vippa vel og átti nokkur einpútt. Hann náði að halda boltanum í leik allan tímann þrátt fyrir að vera ekki alltaf á besta stað. Hann sagðist hafa byrjaði á því á fyrstu 2 brautunum að vippa alveg að pinna og einpútta sem bætti sjálfstraustið strax í upphafi og hann hafi náð að vinna á því í gegn um hringinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi ekki verið að vinna alveg nægjanlega að pinnanum en náði yfirleitt að vinna vel úr stöðunni þegar hann var kominn upp að flötinni.

Veðrið var ágætt framan af en gerði síðan rok og skúrir þegar líða fór á. Birgir Leifur á rástíma í fyrramálið klukkan 10:50 á fyrsta teig skv. upplýsingum frá European Tour.

Það verða 19 leikmenn sem komast áfram á lokastigið af þessum velli og alls 78 leikmenn sem fara af öðru stiginu yfir á lokastigið sem hefst í næstu viku á San Roque golfvellinum rétt við Cadiz.