Birgir Leifur er nú á 3 höggum undir pari eftir að hafa lokið 9 holum á Credit Suisse mótinu sem fram fer í Sviss um helgina. Birgir hefur náð að fara úr 1 undir í 3 undir á fyrstu 9 holunum.
  Í samtali við Birgi Leif í morgun sagðist hann hafa verið með hita og beinverki fyrsta hringinn. Einhver flensa er að hrjá kappann og var hann frekar illa haldinn á fyrsta hring. Hann náði þó góðum 16 klukkutíma svefni í nótt og vaknaði eldhress í morgun þegar við heyrðum í honum.
 Mikið atriði er fyrir Birgi Leif að halda dampi til að klára niðurskurðinn með stæl sem virðist vera nokkuð öruggt eins og staðan er núna.