Árangur Birgis Leifs árið 2006

Árangur Birgis Leifs Hafþórssonar á Áskorendamótaröð Evrópu árið 2006 hefur nú verið tekinn saman. Töflu með árangri hans skráðum mót fyrir mót er hægt að sjá með því að smella á "Lesa meira" hér að neðan.

Birgir Leifur hefur nýtt golfár á Evrópsku mótaröðinni þann 8. febrúar þegar hann tekur þátt í Opna Malasíska mótinu í Malasíu. Annar atvinnmaður klúbbsins, Ottó Sigurðsson, hefur leik á Scanplan Tour í apríl og að sjálfsögðu fylgjumst við á GKG.is með strákunum okkar þegar þeir reyna fyrir sér á erlendri grund.

Birgir Leifur útnefndur í kjöri íþróttamanns ársins

 Birgir Leifur Hafþórsson er einn 10 íþróttamanna sem er útnefndur í kjöri íþróttamanns ársins árið 2006. Þetta kjör sem samtök íþróttafréttamanna standa fyrir er nú haldið í 51. sinn.

 Bein útsending verður á RUV og Sýn frá Grand Hóteli í Reykjavík, þar sem lýst er kjöri íþróttamanns ársins. Útsendingin hefst klukkan 20:00 á RUV og klukkan 19:25 á Sýn.

 Nýr verðlaunagripur verður nú afhentur í fyrsta sinn, en styttan sem fylgt hefur kjörinu frá upphafi var afhent í síðasta sinn í fyrra og hefur nú verið látin Þjóðminjasafninu í té til varðveislu. Atkvæði í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hafa verið talin og liggur ljóst fyrir hvaða tíu íþróttamenn urðu í efstu sætum í kjörinu.

 

 

Go to Top