Það var gríðarlegur áhugi fyrir meistaramóti okkar GKG-inga í ár og raunin er sú að við erum að keyra fjölmennasta Meistaramótið frá upphafi. Fjöldi þátttakenda er 404 sem skiptist þannig að 101 kona er skráð til leiks og 303 karlar. Það verður því mikið álag á starfsfólk og sjálfboðaliða yfir mótsdagana. Þess má geta að á þriðjudaginn hefjast ræsingar kl. 06:00 og síðasta holl í hús er um 22:30.

Mikil fjölgun var meðal kvenna árið 2017 á meðan karlarnir stóðu nánast í stað, þeim hefur svo fjölgað verulega á milli síðustu ára.

Það verður sem sagt stuð og stemning hjá GKG út vikuna og ekki skemmir veðurspáin fyrir.