Í byrjun golftímabilsins er gott að fá góða leiðsögn til að koma sér vel af stað inn í golfsumarið og auka þannig líkurnar á góðri forgjafarlækkun!
Á næstunni verða fjölmörg námskeið í boði hjá PGA menntuðum aðilum, þar sem hugað er vel að grunnatriðunum, bæði í sveiflu og stutta spili. Hópastærð er takmörkuð við fimm manns þannig að hver og einn fær persónulega nálgun.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði, en skráning fer fram rafrænt með því að smella hér.
Til að sjá uppbyggingu námskeiðanna smellið hér.
Hádegisnámskeið hjá Hauki Má Ólafssyni: Þriggja skipta námskeið (1x per viku). Það fyrsta hefst 19. maí. Verð kr. 9.000
Kvöldnámskeið hjá Hlöðveri Guðnasyni: Fjögurra skipta námskeið (1x per viku). Það fyrsta hefst 25. maí. Verð kr. 12.000
Kvennanámskeið hjá Huldu Birnu Baldursdóttur: Fjögurra skipta námskeið (1x per viku). Það fyrsta hefst 28. maí. Verð kr. 12.000
Kennsla og æfingaboltar eru innifalnir. Kennslan fer fram á æfingasvæðum GKG, mæting ávallt við pallana við áhaldahúsið.
Námskeiðin henta öllum, byrjendum sem lengra komnum.
Fyrstir koma fyrstir fá!
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204