Kæru félagar,

Nú er golfsumarið 2018 loksins mætt til okkar og mikið er um að vera á völlunum okkar.

Að því tilefni viljum við leggja áherslu á eftirfarandi.

  • Ekki slá högg nema hollið fyrir framan ykkur sé komið úr hættu
  • Ef högg fer í áttina að öðrum kylfing, hrópið „fore“*
  • Ef þið heyrið kallað fore, krjúpið niður, lútið höfði og haldið höndum yfir haus.

Síðan reynum við eftir fremsta megni að halda leikhraða

  • Við leitum ekki að bolta lengur en þrjár mínútur (teljum upp að 180 í huganum)
  • Sá sem er tilbúinn að gera slær sinn bolta, þó þannig að aðrir séu ekki í hættu (nú á enginn teiginn lengur nema sá sem er fyrst tilbúinn)
  • Á meðan aðrir eru að slá, gerum við okkur tilbúin
  • Þegar punktarnir okkar eru búnir, þá tökum við upp boltann okkar
  • Við göngum rösklega að boltanum okkar sem og frá flöt að næsta teig

Athugið að ef við náum að stytta vanaferlið okkar við hvert högg um 5 sekúndur, sláum að meðaltali 5 högg á holu og erum fjögur í holli, þá styttum við leiktímann um (5 sek * 5 högg * 4 leikmenn * 18 holur) = 1.800 sek = 30 mín!

* Smá fróðleiksmoli. Það að kalla Fore á golfvelli á væntanlega rætur sínar að rekja til hernaðar fyrr á árum. Þegar hermaður var búinn að hlaða byssuna sína og tilbúinn að skjóta kallaði hann „fore“ til að þeir sem væru fyrir framan hann gætu kropið niður á hné („beware before”).