Birgir Leifur átti aldeilis glæsilegann hring á öðrum degi á Valle Romano Open á Spáni í dag. Birgir Leifur lék á -4 höggum undir pari og er svo gott sem búinn að tryggja sig í gegn um niðurskurð og leikur því næstu tvo dagana. Birgir Leifur fékk fimm fugla einn skolla og tólf pör á hringnum í dag og er sem stendur í T-24 sæti. Um helmingur keppenda á eftir að koma inn og því getur staðan breyst töluvert það sem eftir lifir dags.

 Efsti maður Matthew Zions er á -9 höggum undir pari og því stutt í efstu menn. Besta skor dagsins er án efa stórleikur Lee Westwood sem hefur spilað á -8 höggum undir pari í dag eftir einungis 15 holur og er því á -8 höggum undir pari þar sem hann lék á parinu í gær.