Vegna „einhvers“ gátum við ekki haldið verðlaunaathöfn fyrir öll innanfélagsmótin okkar. Nú græjum við það og um leið munum við kynna innanfélagsmótin fyrir næsta ár, þ.e. Mánudagsmótaröðina, Holukeppnina og síðast en ekki síst Liðakeppni GKG.

Við byrjum með hamborgara ala Viggi Hlö kl. 19:00, Bjarni töframaður verður með gjörning, við drögum úr „skorkortum“ glæsilega vinninga (nöfn gesta fara í pottinn). Verðlaunahafar síðasta árs fá sínar viðurkenningar og að lokum kynnum við fyrirkomulag mótaraðanna næsta sumar.

Ath. að vegna samtökutakmarkanna er fjöldi gesta takmarkaður við 100 (tvö hólf). Allt framangreint auk hammara og bjór (eða annar drykkur) er á kr. 2.900,-. Pantið sæti með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Ath. að setja inn símanúmerin ykkar, ef þið pantið fyrir fleiri en einn, setjið þá nöfn þeirra í athugasemdir svo þau verði með í „skorkortaútdrættinum“. Ef þið borðið ekki kjöt, þá getið þið líka tilgreint það í athugasemdum. Ef svo ber undir að upphæð til greiðslu er kr. 4.461, þá er ástæðan sú að þið eruð ekki skráð með síma í félagakerfinu, sendið póst á fannar@gkg.is með réttu símanúmeri og kennitölu og hann bætir ykkur við.

Pantið borð með því að smella hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Mótanefnd GKG