Í dag fór fram fyrsti keppnisdagur í Sveitakeppni GSÍ. Kvennasveit GKG leikur í 1. deild á Hólmsvelli í Leiru og karlasveitin, sem á titil að verja í 1. deild, leikur á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Kvennasveitin er með fullt hús eftir daginn, en þær lögðu GKJ í morgun 5-0 og endurtóku leikinn gegn GSS, 5-0. Frábær byrjun hjá stelpunum! Þær mæta GK í fyrramálið.

Karlasveitin lenti í spennandi viðureign gegn NK í morgun en okkar menn höfðu betur 3-2. Eftir hádegi voru yfirburðirnir miklir þegar strákarnir lögðu GS 5-0. Þeir mæta síðan heimamönnum í fyrramálið.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á golf.is, en við hvetjum félagsmenn til að kíkja á vellina og styðja okkar fólk.

Sveitirnar skipa:

Karlasveit GKG
Alfreð Brynjar Kristinsson
Aron Snær Júlíusson
Birgir Leifur Hafþórsson
Egill Ragnar Gunnarsson
Emil Þór Ragnarsson
Guðjón Henning Hilmarsson
Ragnar Már Garðarsson
Sigmundur Einar Másson
Liðsstjóri: Valgeir Tómasson

Kvennasveit GKG
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Hansína Þorkelsdóttir
Hulda Birna Baldursdóttir
Ingunn Einarsdóttir
Ingunn Gunnarsdóttir
María Guðnadóttir
Ragna Björk Ólafsdóttir
Særós Eva Óskarsdóttir
Liðsstjóri: Gunnar Jónsson

Áfram GKG!