Golfskóli GKG býður upp á námskeið á næstunni með Andrési Davíðssyni, PGA golfkennara, og Ólafi Birni Loftssyni, atvinnukylfingi.
Hópastærð er takmörkuð við fimm manns þannig að hver og einn fær persónulega nálgun. Námskeiðin eru opin öllum, byrjendum sem lengra komnum og eru blönduð kk og kvk.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði, en skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ulfar@gkg.is með nafni, kt. og síma.
Námskeið hjá Andrési Davíðssyni, PGA golfkennara – fjögur skipti
Andrés hefur mikla reynslu við kennslu og þjálfun kylfinga, allt frá byrjendum til atvinnukylfinga, m.a. verið þjálfari Birgis Leifs í mörg ár. Á námskeiðunum verður farið í grunnatriði styttri sem lengri högga, og hentar námskeiðið vel fyrir byrjendur sem lengra komna.
Hádegisnámskeið 1 kl. 12-13 þri 14.7 – fim 16.7 – þri 21.7 – fim 23.7
Kvöldnámskeið 1 kl. 17-18 þri 14.7 – fim 16.7 – þri 21.7 – fim 23.7
Kvöldnámskeið 2 kl. 18-19 casino online þri 14.7 – fim 16.7 – þri 21.7 – fim 23.7
Kvöldnámskeið 3 kl. 19-20 þri 14.7 – fim 16.7 – þri 21.7 – fim 23.7
Verð kr. 12.500,-
Stutta spils námskeið hjá Ólafi Birni – tvö skipti
Ólafur Björn hefur undanfarin ár verið einn af allra fremstu kylfingum landsins og keppt sem atvinnukylfingur víða um heim. Hans styrkleikar hafa löngum verið í stutta spilinu og mun hann leiðbeina kylfingum með grunnatriðin í þessum mikilvægu höggum, auk þess að sýna þeim aðferðir við að framkvæma mismunandi högg.
Stutta spils námskeið 1 kl. 18-19 mán 6.7 – mið 8.7
Stutta spils námskeið 2 kl. 19-20 mán 6.7 – mið 8.7
Stutta spils námskeið 3 kl. 18-19 mið 15.7 – fim 16.7
Stutta spils námskeið 4 kl. 19-20 mið 15.7 – fim 16.7
Verð kr. 6.000.
Kennsla og æfingaboltar eru innifalnir. Kennslan fer fram á æfingasvæðum GKG, mæting ávallt við pallana við áhaldahúsið.
Fyrstir koma fyrstir fá!
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri
ulfar@gkg.is