Guðjón Henning sigraði í leik sínum gegn félaga sínum úr GKG, Agli Ragnari í 8 manna úrslitum, og er því kominn í undanúrslit í Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Borgarnesi. Guðjón mætir Rúnari Arnórssyni úr GK, en hann lagði Axel Bóasson á þriðju holu í bráðabana. Búast má við spennandi viðureign þar, en leikið verður í fyrramálið. Við sendum baráttukveðjur til Guðjóns.

Kjartan Dór lenti á móti Guðmundi Ágústi Kristjánssyni í 8 manna úrslitum og var við ramman reip að draga, en Guðmundur sigraði 5/4 og er því kominn í undanúrslit og mætir Birgi Guðjónssyni, sem er einnig úr GR.

Hér má sjá uppröðun leikja í karlaflokki.

Hér má sjá uppröðun leikja í kvennaflokki.