Haustreglur GKG – þrír níu holu vellir
Kæru félagar, hér að neðan eru reglur sem gilda á meðan við erum með þrjá níu holu velli í gangi, þetta er prufuverkefni hjá okkur í haust og eru allar ábendingar vel þegnar.
Völlur 1, Mýrin er spiluð með eðlilegum hætti
Völlur 2, Leirdalurinn neðri – skráð í gegnum golf.is – Holur 1 til 3 og 13 til 18
Völlur 3, Leirdalurinn efri – boltarenna við 4. Holu – Holur 4 til 12
Þetta fyrirkomulag hefst kl. 14:30 á virkum dögum (er ekki um helgar).
Þau holl sem hafa skráð sig fyrir kl. 14:30 á Leirdalinn og eru þar af leiðandi að spila 18 holur hafa forgang á boltarennuna við 4. holu
Þau holl sem skráð eru fyrir kl. 14:30 og krossa 13 um kl. 17:30 hafa forgang á 13. holu
Þetta fyrirkomulag á að ganga upp þar sem mjög fáir hefja leik fyrir kl. 14:30
Ef svo ber við að margir eru skráðir út fyrir kl. 14:30 þá mun starfsfólk GKG blokka rástíma þannig að viðkomandi aðilar geti krossað 13. holu.