Helstu fréttir eftir 8. umferð, 23.7.2018
Í kvennaflokki spilaði Helga Þorvaldsdóttir góðan hring á 85 höggum sem gaf henni 36 punkta og skaust hún þar með í fyrsta sætið með samtals 110 punkta úr þremur bestu umferðunum. Í öðru sæti var Ragnheiður H Ragnarsdóttir sem er með 107 punkta samtals eftir leiðrétt skor úr fyrstu umferð mótsins. Í þriðja sæti er svo mætt Ingunn Gunnarsdóttir með samtals 103 punkta. Fast á hæla Ingunnar koma þrjár konur með 101-102 punkta, auk þess sem nokkrar aðrar hafa spilað tvo góða hringi og gætu því skotist í efstu sætin með góðum lokahring.
Í karlaflokki er staða efstu fjögurra manna óbreytt frá því síðast, efstur er Helgi Bjarni með 114 punkta, næstur er Jónas Þór með 113 punkta og í þriðja sæti er Guðni Þorsteinn með 112 punkta. Næstu kemur Guðmundur Karl með 111 punkta en hann lék mjög góðan hring í síðustu umferð. Jafn honum er Adrian Sabido sem bætti við sig einum punkti frá síðstu umferð. Helsta breytingin frá því síðast er þó sú að ríkjandi meistari, Atli Ágústsson, spilað sinn besta hring frá upphafi, lék völlinn á 81 höggi og 42 punktum og skaust þar með úr 19. sæti og upp í 6.-7. sæti með 110 punkta og er því aftur kominn í toppbarátuna. Geri aðrir betur!
Eins og sjá má af þessum fréttum, bæði hjá konum og körlum, er ljóst að allt getur gerst í næstu og síðustu umferð Úrval Útsýnar mánudagsmótaraðar GKG 2018! Því er um að gera að mæta næsta mánudag, en þá er spáð 15 stiga hita og mildu veðri. Verðlaunin eru mjög vegleg eins og sjá má hér