GSÍ í samstarfi við GKG kynna Honda Classic Pro-Am mótið 16. maí 2019

Við hefjum golfsumarið með prompi og prakt í góðum félagsskap afrekskylfinga og velunnara golfsins.

Honda Classic Pro-Am mótið er undanfari mótaraða GSÍ og er m.a. hugsað sem vettvangur fjölmiðla til að fjalla um
golfsumarið sem framundan er.

Leikið verður með „Pro-Am“ fyrirkomulagi þar sem einn afrekskylfingur leikur með þremur áhugakylfingum.
Afrekskylfingurinn veitir ráð og gerir atlögu að vallarmetinu!

Metnaðarfull umgjörð
Innifalið er mótsgjald fyrir þrjá kylfinga auk afrekskylfings. Morgunmatur fyrir leik og veitingar
úti á velli, auk veislu í lok móts.

Ræst verður út á Leirdalsvelli GKG með „shotgun“ fyrirkomulagi kl. 9:00

Leikfyrirkomulag. Fjórir í liði, tvö bestu punktaskorin með forgjöf á hverri holu gilda. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Verð fyrir hollið er kr. 75.000.

Tilvalið tækifæri til að eiga góðan dag með viðskiptavinum og velunnurum
Glæsileg verðlaun ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum

Allar nánari upplýsingar veitir Úlfar Jónsson (ulfar@gkg.is)