Það er stórgolfarinn Haukur Már Ólafsson, 33 ára Kópavogsbúi með 2 í forgjöf og meðlimur í einherjaklúbbnum, sem á GKG-orðið í dag.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær? Ég held að mamma hafi dregið okkur bræðurna í golf, ég var um 8-9 ára.

Hvers vegna valdirðu GKG? Fjölskyldan flutti í Kópavoginn árið 2000 og höfum verið í klúbbnum síðan.

Mýrin eða Leirdalur? Leirdalurinn.

Stóðu vellirnir undir væntingum þínum sólarsumarið 2019? Já mér fannst þeir virkilega fínir.

Hvert er drauma GKG hollið þitt?  Laddi og Óli Lofts á móti mér og Venna Páer. Það væri gott game og mikið hlegið.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lent í á golfferlinum? Ég fór holu í höggi á par4 holu í heimabæ mínum Stykkishólmi, svo vann ég mótið í bráðabana. Það var geggjað.

En það vandræðalegasta ? Ég var að keppa í holukeppni unglinga fyrir mörgum árum og tók í höndina á andstæðingnum áður en leikurinn var búinn og sagði takk fyrir leikinn. Það var mjög vandræðalegt.

Tekur þú þátt í GKG mótunum og ef svo er hvert er uppáhaldsmótið þitt? Meistaramótið er auðvitað langskemmtilegasta mót ársins.

Texas Scramble eða Betri Bolta? Betri Bolti.

Uppáhalds holan þín á Leirdalnum? Fyrsta holan. Krefjandi hola sem býður uppá að spila öruggt eða djarft, getur refsað fljótt og hefur góða pinna möguleika.

Uppáhalds holan þín á Mýrinni?  Sjöunda holan. Einfaldlega geggjuð hola.

Hver er uppáhaldsvöllurinn fyrir utan GKG?  Ætli það sé ekki Hvaleyrin.

Notar þú golfhermana og ef svo er hver er upplifunin? Já nota þá yfir veturinn en er hrifnari af alvöru boltaflugi.

Hver er uppáhaldskylfan? Þ að hefur alltaf verið pútterinn, enda hef ég átt þá nokkra. En uppáhaldskylfan í pokanum í dag er dræverinn minn, Bridgestone JGR með stiff Aldila VS Proto skafti.

Áttu þér fyrirmynd í golfinu? Nei ekki beint, en held einhvern veginn alltaf með Tiger, veit ekki af hverju.

Hvernig nestar þú þig út á golfvöll? Mismunandi bara.

Hvað er lang, lang best við GKG?  Stemningin held ég.