Sólrún Viðarsdóttir jógakennari býður upp á jóga fyrir golfara í vetur, en slík námskeið hafa mjög jákvæð áhrif m.a. á styrk, liðleika, jafnvægi og einbeitingu. Fyrsta námskeiðið hefst 8. janúar.
Þetta er tilvalið fyrir GKG kylfinga til að koma betur undirbúnir til leiks í vor. GKG félagsmenn fá 5% afslátt af námskeiðum hjá Sólrúnu.
Sjá allar nánari upplýsingar poweryoga.is, kennarann, tímasetningar, verð ofl. með því að smella hér. Pantanir eru hjá Sólrúnu: í síma 891-6708 eða poweryoga@poweryoga.is
Ávinningur við að bæta jóga fyrir golfara í æfingaprógrammið:
- Lengri högg
- Bætt sveifla, jafnari taktur og tempo
- Aukið úthald
- Betri einbeiting
- Meira jafnvægi
- Lægri forgjöf
- Meira sjálfstraust á golfvellinum
- Minni líkur á meiðslum
- Ánægðari kylfingar