í síðustu viku spiluðum við aðra umferð félagsvistar GKG undir stjórn Einars Gunnars. Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann kvennaflokknum annað skiptið í röð en í þetta sinn var það enginn annar en formaðurinn hann Guðmundur Oddson sem tók þetta í karlaflokknum. Við óskum sigurvegurunum til hamingju með frammistöðuna en Kristlaug og Guðmundur voru verðlaunuð með gjafabréfum í GKG golfherma auk súkkulaðiöskju frá Nóa.

Næsta félagsvist verður fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30.

GKG-ingar takið daginn frá og verið með!