Kæru félagar,

Nú eru flatirnar okkar mjúkar og þar af leiðandi eru boltaförin meiri en ella. Nú hafa vellirnir verið opnir í fimm daga og okkur starfsfólkinu blöskrar fjöldi boltafara sem eru óviðgerð á flötunum.

Þið sem spilið golf VERÐIÐ að gera við boltaför, ekki bara þau sem eru á ykkar vegum heldur ÖLL boltaför sem þið sjáið, ástæðan er tvíþætt.

  1. Poa er grastegund sem við erum að reyna að lágmarka á flötunum. Hún sáir sér m.a. í skemmdir á borð við boltaför
  2. Eðli málsins samkvæmt halda boltar síður línunni þegar mikið er að boltaförum á flötinni.

Sem sagt.

Allir með flatargaffal í vasanaum til að gera við ÖLL boltaför sem viðkomandi sér.

Með von um úrbætur,

Aggi og Gummi.