Ljós í myrkri golfmót GKG fór fram í gærkvöldi. Mótið er fjögurra manna betri bolti, punktamót með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir þau lið sem voru í tveimur efstu sætunum auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir þá sem voru næstir holu í upphafshöggum á par 3 holum. Auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir þann sem var næstur holu í öðru höggi á 18. braut í Leirdal.

Sigurvegarar í mótinu á 30 punktum voru þau Svavar Gísli Ingvason, Dóra Ingólfsdóttir, Kristján Hjálmar Ragnarsson og Kristjana Una Gunnarsdóttir. Í öðru sæti á 27 punktum voru þau Einar Guðmundsson, Sigríður Ólafsdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir og Dagur Fannar Ólafsson.

Næstur holu á 2. Holu var kaupfélagsstjórinn Sindri Snær, 4,2 M, Sigurður Arnar Garðarsson var næstur holu á 17. Eða 2,98 frá holu, Kjartan Einarsson var 7,9 m frá holu á 18 í öðru höggi og kylfusmiðurinn Fannar Aron var næstur holu á 4. Eingöngu 67 cm frá holu.

Leikmenn voru með sjálflýsandi bolta og var hvert lið með fjóra mismunandi liti. Fjarlægðarhælar á brautum og flaggstangir á púttflötum voru merktar með sjálflýsandi stikum. Einnig verða sjálflýsandi hringir ofan í púttholum og á nándarverðlaunakössum. Að öðru leyti voru brautirnar ekki lýstar upp. Vasaljós og ljós í símum gerðu mikið gagn og sumir voru með höfuðljós til að sjá frá sér og velja réttar kylfur.  Þá var hver leikmaður með sjálflýsandi armband í mótinu, til að  hægt væri að greina leikmenn á vellinum þegar myrkrið var orðið algert. 

Mótið tókst með eindæmum vel og var með ólíkindum að upplifa það að spila golf í niðamyrkri og sjá fljúgandi golfkúlur í regnbogans litum fljúgandi um himinninn.