Hið árlega Ljósamót GKG var haldið í þriðja sinn í gær í blíðskaparveðri og fallegu tunglskini.
Þátttakan í mótinu var frábær að vanda og seldist upp á tveimur dögum. Íþetta sinn lékum við 14 holur, alla Mýrina og 5 holur á Leirdalnum. Stemmingin var frábær og ljósadýrðin mikil, bæði í fljúgandi ljósaboltum og vel upplýstum GKG-ingum. Myrkrið kom heldur ekki í veg fyrir snilldartakta og t.a.m. var Valgerður Friðriksdóttir einungis 38 sentimetrum frá holu í höggi á 9undu á Mýrinni.
Leikformið var fjögurra manna Texas Scramble og veitt verðlaun fyrir hollin í fyrsta og öðru sæti auk nándarverðlauna. Það voru Haukur og Hlynur Ingólfssynir, Ingólfur Hauksson og Kristín María Kjartansdóttir sem náðu öðru sætinu en í fyrsta sæti voru Jenný Katarína Pétursdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir; Brynjar Brynleifsson og Ingólfur Hjörleifsson.
Það er skemmtilegt að segja frá því að Jenný var að taka þátt í sínu fyrsta móti og hún gerði það svo sannarlega með stæl. Sigurvegar mótsins voru leystir út með fullt fangið af gjöfum frá Lækninum í Eldhúsinu og bikurum í stíl við mótið. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og öllum þátttakendum fyrir þátttökuna í þessu skemmtilega móti.