Því var ákveðið að tvær fyrstu umferðirnar yrðu leiknar á Nýja vellinum á 4 dögum í staðin. Þetta þýðir það að Birgir Leifur mun hefja leik á morgun föstudag og leika síðan 2. hring sinn á sunnudaginn. Á mánudag og þriðjudag verða síðan 3. og 4. hringur leikinn. Eftir það er skorið niður við 70 leikmenn og þá sem jafnir eru 70. sætinu. Það er hinsvegar alveg óljóst með hvaða hætti framhaldið verði eftir það. Möguleikinn er sá að staðan eftir þessar 4 umferðir verði látin standa. En alls er óvíst hvort leinar verði 6 umferðir eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Annar möguleiki er að síðustu 2 umferðirnar verði leiknar á öðrum velli.
Mike Stewart sem er yfirmaður Úrtökumótanna sagði að stefnt væri að því að klára allar 6 umferðirnar ef hægt væri að öðrum kosti eins margar og hægt er. Þetta þýðir það að við þurfum að stefna á að nota aukadagana sem ávallt er reiknað með fyrir svona mót á miðvikudag og fimmtudag. Ef veður heldur áfram að lagast gerir hann ráð fyrir að opna fyrir æfingahringi á Gamla vellinum á laugardag eða sunnudag.
Birgir Leifur sagði í samtali við GKG.IS í morgun að óvíst væri með síðustu 2 umferðirnar og keppendur myndu einbeita sér að fyrstu 4 umferðinum þar til framhaldið kæmi í ljós.
Dagur Völlur Leikmenn Umferð
fimmtudagur Nýi A 1
föstudagur Nýi B 1
laugardagur Nýi A 2
sunnudagur Nýi B 2
-Endurröðun-
mánudagur Gamli A 3
Nýi B 3
þriðjudagur Gamli B 4
Nýi A 4
-Niðurskurður við 70 efstu og jafna þeim-
miðvikudagur Óákveðið Allir 5
þriðjudagur Óákveðið Allir 6