Kæru félagar,

Nú styttist í veisluna okkar, Meistaramótið er framundan og verður haldið með pompi og prakt dagana 7. til 13. júlí, skráningu á golf.is lýkur næstkomandi föstudag.

Það verður mikið lagt upp úr því að gera Meistaramótið eins glæsilegt og frekast er unnt. Veitt verða nándarverðlaun á hverjum degi á annarri og sautjándu holu, jafnframt verða nándarverðlaun fyrir þann sem er næstur holu í tveimur höggum á átjándu. Verðlaun verða veitt fyrir flesta punkta dagsins og fleira og fleira. Vignir vert í Mulligan verður með bacon og egg frá kl. 07:00 á morgnana og kl. 10:00 verður Brunch fram eftir degi. Í ljósi þess að spáin er með eindæmum góð, þá er aldrei að vita nema við grillum á veröndinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóðum:

Sem sagt veislan er framundan hjá okkur GKG-ingum. Skráningin á golf.is fram að föstudeginum 5. júlí kl 12:00.

Mótsstjórn.