Meistaramótsvikan hófst núna í morgunsárið með pompi og prakt. Það voru þeir Hallgrímur Smári Jónsson, Erlendur Örn Eyjólfsson og Gunnar Heimir Ragnarsson sem fóru út sem fyrsta holl. Tveimur tímum áður smellti hann Guðni aðstoðarvallarstjóri þessari fallegu forsíðumynd af Leirdalsvellinum.

Meistaramótið í ár er það langfjölmennasta frá upphafi með 462 þátttakendum. 318 karlar eru skráðir til leiks og 144 konur og eru hlutföllin 68,8% á móti 31,2%. Konur eru að sækja verulega á en hlutföllin voru 75% á móti 25% árið 2020.

Í ár er spilað í tveimur nýjum flokkum, flokkur 10 ára og yngri og flokkur háforgjafakylfinga. Báðir þessi flokkar spila á mýrinni, samtals 33 keppendur, þar af 24 konur/telpur og 9 karlar/strákar. Í þessum flokkum eru hlutföllin konum í vil 73% á móti 27% karla.

Nú er bara að vona að þetta glæsilega veður sem einkennir fyrsta dag Meistaramótsins haldist út mótið.

Mótanefnd GKG