Minningarmót GKG – Styrktarmót afrekssviðs GKG

Þá er komið að hinu margrómaða og árlega minningarmóti okkar GKG-inga.

Minningarmótið er til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG og verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 9. september. Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonar, sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins. Báðir áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.

Keppnisfyrirkomulag:

Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Stórglæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni, besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á öllum par 3 holum ásamt lengsta upphafshöggi á 12. holu (sér fyrir karla og konur). Dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendingu. 

Verðlaun verða veitt fyrir punktakeppni og höggleik Fyrstu verðlaun verða t.d. flugmiði til áfangastaðar að eigin vali í Ameríku frá Icelandair . Jafnframt verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna (heildarverðlaunaskrá verður gefin út næstkomandi fimmtudag).

Ath. Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna. Leikmaður getur ekki unnið til verðlauna bæði með og án forgjafar.

Stefnt er að því að lokahófið verði kl. 19:00 og verður dregið úr skorkortum. Ef allir keppendur mótsins ljúka leik undir 4 klst og 30 mínútum þá verður dregin út vikuferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal, ein ferð fyrir karl og ein fyrir konu. Keppendur þurfa ekki að vera viðstaddir við útdrátt.

Mulligan verður með eðaltilboð á völdum réttum. 

Verð einungis 5.900 kr.

Skráning á www.golf.is

Hlökkum til að sjá ykkur,

Íþrótta- og afreksnefnd GKG

By |01.09.2017|Categories: Fréttir|

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top