VITAgolf mánudagsmótaröðin er punktamót fyrir félagsmenn GKG. Árið 2019 verður spilað í tveimur flokkum, karlaflokki og kvennaflokki, og stendur mótið yfir stóran hluta sumarsins.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til proshop@gkg.is eða með því að hringja í rástímaskráningu GKG í s. 565 7373 og verða rástímar teknir frá á mánudögum. Opnað verður fyrir skráningu viku fyrir hvern mótsdag og hafa þátttakendur forgang að rástímum fram að almennri opnun rástímaskráningar á golf.is.

Hver leikmaður getur leikið allt að 9 hringi en aðeins 3 bestu hringirnir telja.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin, bæði í karla– og kvennaflokki. Verðlaunaskrá 2019, í hvorum flokki, er:

  1. Utanlandsferð með VITA á Morgado – félagsferð GKG vorið 2020 (verðgildi um 255 þús)
  2. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði á Íslandshóteli að eigin vali, miði í Borgarleikhúsið fyrir tvo auk 10.000,- inneign hjá Olís
  3. Gjafabréf upp á kr. 15.000,- hjá Matarkjallaranum aud 10.000,- inneign hjá Olís

Fyrsta umferð punktamóts GKG 2019 fer fram mánudaginn 3. júní og verður keppt alla mánudaga fram í ágúst, nema 8. júlí vegna meistaramótsins, samtals 9 mánudaga í sumar. Síðasti keppnisdagur verður 5. ágúst.

Mótsstjóri árið 2019 er Eggert Ólafsson