Eftir rigningasumar þá er það fréttnæmt að loksins sjáist til sólar og að hitinn sé kominn í um 20 stig. Spáin næstu daga er mjög góð og þá er um að gera að njóta þess að leika vellina okkar, sem hafa líklega aldrei verið betri. Vinsamlegast gangið vel um og lagið boltaför og setjið torfusnepla í förin.

Tókum nokkrar myndir af léttklæddum kylfingum sem komu upp á 18. flöt eftir góðan dag í Leirdalnum. Einnig má sjá að krakkarnir njóta sín vel á námskeiðunum með sínum leiðbeinendum.