Hvenær vellirnir okkar opna er stóra spurningin þessa dagana og hér kemur svar við henni.
Förum fyrst yfir stöðuna. Eins og margir hafa séð eru þeir fagurgrænir og er slátturinn kominn á fullt þar sem við leggjum útlínurnar um leið og við snyrtum grasið. Má nefna að þegar þetta er skrifað er búið að slá flatirnar þrisvar sinnum og sumar brautir tvisvar. Vellirnir koma afskaplega vel undan vetri þetta vorið og lofar góðu upp á framhaldið.
En þá að því sem máli skiptir, áætlunin okkar er eftirfarandi:
- Laugardagurinn 27. apríl Mýrin opnar kl 08:00.
- Þriðjudagurinn 30. apríl lokar Mýrin aftur í einn dag þar sem þann dag verður tiltektardagur hjá okkur í GKG sem verður auglýstur betur síðar.
- Miðvikudaginn 1. maí verða báðir vellirnir opnaðir upp á gátt.
Það eru allnokkrar framkvæmdir í gangi sem við náum því miður ekki að klára þar sem við erum bara fjögur í að koma þessu öllu í gang, frekar en að klára þær setjum við í forgang að opna vellina.
Því miður eru vellirnir ekki orðin golfbílafær ennþá og verður því bannað að nota golfbíla á þeim fyrstu dagana en vonandi þurfum við ekki að bíða lengi eftir því.
Gleðilegt golfsumar!
Vallarstjóri