Opnunarmótið verður glæsilegt í ár!

Skráning hefst kl. 21:00 05.05.2021, verð kr. 4.100,-

Dagsetning mótsins er 15. maí!

Keppnisfyrirkomulag:
Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 36 hjá körlum og 36 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum.

„Iss ég para bara næstu“ verðlaunin verða nú í opnunarmótinu og eru til heiðurs fyrrum framkvæmdastjóra GKG, Ólafi E Ólafssyni en hann varð bráðkvaddur þann 17. maí 2012 eftir að hafa klárað 15. Holuna. Heiti verðlaunanna eru tilvísun í síðustu orð Ólafs. Þeir aðilar sem fá skolla eða meira á 15. holu og para þá 16. fara í pott sem dregið verður úr og mun sá eða sú heppna fá 10.000,-kr gjafabréf á Matarkjallaranum, 10.000,-kr gjafabréf í Olís ásamt glaðning frá Ölgerðinni.

Verðlaun eru glæsileg í ár og þökkum við Ölgerðinni fyrir veittan stuðning. Verðlaun eru veitt í karla og kvennaflokki.
Punktakeppni með forgjöf.

  1. Sæti: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali. Gjafabréf í Skylagoon fyrir tvo. Glaðningur frá Ölgerðinni
  2. Sæti: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali. Glaðningur frá Ölgerðinni
  3. Sæti: –  Gjafabréf í Skylagoon fyrir tvo. Glaðningur frá Ölgerðinni. Gjafabréf í Golfherma GKG

 
Höggleikur án forgjafar (veitt eru verðlaun fyrir besta skor í báðum flokkum)
       1.   sæti Ecco golfskór að verðmæti allt að 30.000,-kr og 15.000,-kr gjafabréf á Matarkjallaranum
 
Nándarverðlaun veitt á öllum par 3 holum vallarins.

  • Glaðningur frá Ölgerðinni x 6 (6 holur)
  • Gjafabréf í Skylagoon fyrir tvo x 4 ( holur 2, 4, 9, 11 )
  • Gjafabréf í Golfherma GKG x 2 ( holur 13, 17)

 
Allir keppendur fá teiggjöf sem hægt verður að nálgast í Proshop.
 
Varðandi skráningu – lesist vel ?
Skráning hefst kl. 21:00 miðvikudaginn 5. maí 2021.
Það varð jákvæð breyting í golfbox fyrir sumarið, sem býður nú upp á að þið getið skráð ykkur sjálf á rástíma í mót sem og þau sem við viljið hafa með ykkur í hollinu!

ATHUGIÐ! Til þess að skrá meðspilara VERÐIÐ þið að hafa aðildanúmer viðkomandi og setja það inn með eftirfarandi hætti: 5-XXXX.

Rástímar læsast í 180 sekúndur á meðan verið er að reyna að skrá sig, sem þýðir að ef þið sjáið læsta rástíma verðið þið að sýna þolinmæði og hinkra þar til hann aflæsist.

Það verður að skrá sig í gegnum golfbox og greiða fyrir mótið við skráningu, þetta þýðir að ef þú ert að skrá þig og vinina og vinkonurnar þá greiðir þú fyrir alla og þið gerið upp á milli ykkar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Mótanefnd GKG