Opnun valla GKG fór svo sannarlega vel af stað1. maí og voru báðir vellir fullbókaðir allan daginn í góða veðrinu. Höldum fjörinu áfram með hinu árlega Opnunarmóti GKG næstkomandi laugardag. Aðsóknin í mótið hefur verið mikil og verður opnað fyrir rástíma frá kl. 08:00-08:50. Eftir því sem skráning eykst í mótið mun  opnum rástímum fjölga.

 

Veðurspáin fyrir laugardaginn er mjög góð og eru allir félagar GKG hvattir til að láta þennan skemmtilega vorboða ekki framhjá sér fara. 

 

Upplýsingar um Opnunarmót GKG 2019:

 

Opnunarmót GKG er innanfélagsmót. Aðeins félagar í GKG með gilda forgjöf hafa keppnisrétt í mótinu, mótið er punktamót. Keppt verður í bæði kvenna- og karlaflokki.  Hámarks leikforgjöf er 28.

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum, 5 skipta klippikort í golfhermum GKG.

Eftirfarandi verðlaun verða veitt bæði í karla- og kvennaflokki:

  1. verðlaun, 10 skipta klippikort í golfhermum GKG auk glaðnings frá Ölgerðinni.
  2. verðlaun, 5 skipta klippikort í golhermum GKG auk glaðnings frá Ölgerðinni.
  3. verðlaun, glaðningur frá Ölgerðinni.

Mótsgjald er kr. 3.900

Vignir vert í Mulligan verður með sértilboð á hamborgara og köldum á kr. 2.500,-.

Verðlaunaafhending hefst stundvíslega kl. 18:45. 

Dregið verður úr skorkortum og mun einn heppinn félagsmaður vinnur gistingu í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali.