Það voru 142 keppendur sem tóku þátt í Opnunamóti GKG í glæsilegur veðri á Leirdalsvelli. Mótið tókst með eindæmum vel en þetta var fyrsta innanfélagsmót sem við keyrum með rauntímaskorskráningu. Staðan var því öllum ljós á meðan mótið stóð yfir og segja má að þarna hafi Golfbox með sanni slegið í gegn og hugsanlega ekki vanþörf á. Sigurvegari í karlaflokki var Leiknismaðurinn Óli Halldór Sigurjónsson á 43 punktum og sigurvegari í kvennaflokki var Katrín S Guðjónsdóttir á 35 punktum. Ekki var keppt í höggleik en vert er að geta þess að íþróttastjórinn okkar og kylfingur aldarinnar fór völlinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari.
Verðlaunaskrá má sjá hér að neðan.
Verðlaun karlaflokkur
- verðlaun Óli Halldór Sigurjónsson á 43 punktum
- verðlaun Dagur Þórhallsson á 41 punkti
- verðlaun Björgólfur Björnsson á 38 punktum
Verðlaun kvennaflokkur
- verðlaun Katrín S Guðjónsdóttir á 35 punktum
- verðlaun María Málfríður Guðnadóttir á 35 punktum
- verðlaun Elísabet Sunna Scheving á 34 punktum
Nándarverðlaun
- hola, Sigurður Guðjónsson 103 cm
- hola, Björn Sigurðsson 172 cm
- hola Chabene 28 cm
- hola 146 cm Ólafur Þórarinsson
13 hola 163 cm Vignir Hlöðversson
- hola Einir Logi Guðjónsson
Næstur á tveimur á 18. Pálmi Vilhjálmsson 468 cm