Það voru 142 keppendur sem tóku þátt í Opnunamóti GKG í glæsilegur veðri á Leirdalsvelli. Mótið tókst með eindæmum vel en þetta var fyrsta innanfélagsmót sem við keyrum með rauntímaskorskráningu. Staðan var því öllum ljós á meðan mótið stóð yfir og segja má að þarna hafi Golfbox með sanni slegið í gegn og hugsanlega ekki vanþörf á. Sigurvegari í karlaflokki var Leiknismaðurinn Óli Halldór Sigurjónsson á 43 punktum og sigurvegari í kvennaflokki var Katrín S Guðjónsdóttir á 35 punktum. Ekki var keppt í höggleik en vert er að geta þess að íþróttastjórinn okkar og kylfingur aldarinnar fór völlinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari.  

Verðlaunaskrá má sjá hér að neðan.

Verðlaun karlaflokkur

  1. verðlaun Óli Halldór Sigurjónsson á 43 punktum
  2. verðlaun Dagur Þórhallsson á 41 punkti
  3. verðlaun Björgólfur Björnsson á 38 punktum

 

Verðlaun kvennaflokkur

  1. verðlaun Katrín S Guðjónsdóttir á 35 punktum
  2. verðlaun María Málfríður Guðnadóttir á 35 punktum
  3. verðlaun Elísabet Sunna Scheving á 34 punktum

Nándarverðlaun

  1. hola, Sigurður Guðjónsson 103 cm
  2. hola, Björn Sigurðsson 172 cm
  3. hola Chabene 28 cm
  4. hola 146 cm Ólafur Þórarinsson

13 hola 163 cm Vignir Hlöðversson

  1. hola Einir Logi Guðjónsson

Næstur á tveimur á 18. Pálmi Vilhjálmsson  468 cm