Reglur ÍSÍ varðandi golfiðkun innandyra eru:

  • Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 (Sjá skýringarmynd)
  • 2 metra regla.
  • Engin sameiginlegur búnaður eða snertifletir.
  • Að gætt sé að almennum sóttvörnum.

Sprittum okkur þegar við komum inn, eins þegar við yfirgefum Íþróttamiðstöðina. Grímuskilda er í gangi en heimilt er að spila án grímu svo framarlega sem aðilar haldi sig alfarið við herminn, um leið og farið er frá honum ber fólki að setja upp grímu. Hjálpum hvort öðru að muna eftir þessu. Að auki gilda eftirfarandi reglur:

  • 4 geta spilað saman í hermi í minni herbergjunum þ.e. US Open og The Open (hermum 1 til 8)
  • 2 geta spilað í hermi í stóra salnum þ.e. Solheim og Ryder cup (hermum 9 til 16)

Þeir sem eiga þegar bókaðan hermi þurfa að hlíta þessum reglum. Ef það gengur ekki upp, þá vinsamlegast afbókið sem allra fyrst. Það er jafnframt krafa um það að aðilar bíði í setustofunni þar til þeirra tími er til að forðast blöndun.

Hægt er að panta herma með því að smella hér.

Starfsfólk GKG