Ottó Sigurðsson er núna að taka þátt í sínu fyrsta atvinnumannamóti í Portúgal. Mótið sem heitir Backtee Open, er liður í Nordic League á Scanplan Tour. Mótið fer fram á Santo Estevao vellinum, rétt við Lissabon og leiknir verða 3 hringir.
Ottó byrjaði vel í morgun og er núna í 8. – 16. sæti á -2 höggum undir pari eftir að hafa lokið 9 holum.
Hann byrjaði á að fá fugl á fyrstu og þriðju braut, fékk síðan skolla á fjórðu og síðan þriðja fuglinn á fimmtu holunni. Völlurinn er par 73 eða 37+36. Besti árangur dagsins þegar þetta er skrifað er -5 undir pari hjá heimamanninum Tiago Cruz og dananum Peter Ankersö.