"Ég var að spila svakalega vel allt mótið" sagði Birgir Leifur í léttu spjalli við GKG.IS í morgun, aðspurður um gengi sitt á Lexus Open en sem kunnugt er endaði Birgir Leifur á 4 höggum undir pari í 40. sæti á þessu móti. "Ég var ekki að nýta færin nógu vel. Þetta var í rauninni eins og á HM þar sem skotin fara stöngin út í staðinn fyrir stöngin inn. Ég hef fulla trú á að þetta fari allt að smella saman. Við reynum alla veganna að vera þolinmóð" sagði Birgir Leifur að lokum.
Næsta mót sem hann tekur þátt í verður um næstu helgi í Sviss, Credit Suisse Challenge sem hefst á fimmtudag.