Næstkomandi þriðjudag 30 apríl frá klukkan 16:30 til 19:00 er ætlunin að hafa tiltektardag á völlunum okkar hjá GKG. Ath. að þeir sem eru að vinna lengur geta komið eftir vinnu.
Það verður að segjast að vorið tók fram úr okkur nú í ár og erum við því ekki komnir eins langt með marga hluti sem við hefðum viljað vera komnir lengra með. Því væri frábært að fá þá aðstoð allra þeirra sem vettlingi geta valdið á þriðjudaginn til að koma öllu í lag fyrir opnun.
Gulrótin fyrir þá sem leggja hönd á plóg er að þeir fá frítt í opnunarmót GKG þann 4. maí.
Fjögur helstu verkefni dagsins eru:
- Plokka á rusl af vellinum og nánasta umhverfi hans, mest er kópavogsmegin á leirdalsvelli. Við viljum afmarka plokksvæðið okkar með því að miða við göngustíga bæjarins sem liggja samsíða vellinum. Þeir sem vilja geta keyrt á sínum bílum og lagt á milli vallanna og hitt á verkstjóra plokksins og fengið poka til að plokka í.
- Glompur, við eigum eftir að kantskera og moka til í öllum glompum á kópavogshluta vallarins. Þetta getur verið nokkuð líkamlega erfitt verk. Það verða vallarstarfsmenn sem stýra þessu verki og verða með tæki og tól til verksins.
- Sópa stéttar við skála og þá raða upp borðum og stólum, einnig að sópa og gera fínt í rusla portinu okkar. Þá má einnig þvo glugga að utanverðu. Starfsmenn vallargæslunnar munu verkstýra þessu verki.
- Beð í kringum púttflöt og bílastæði, hreinsa með því að raka laufi saman og snyrta. Það verður traktor með vagn á svæðinu sem hægt verður að losa lauf og annan gróður úrgang í.
Þar sem kvennanefndin er með veislu í skálanum kl 19:00 þann 30.apríl ætlar Vertinn okkar hann Vignir að grilla pylsur (ég er að norðan og þar segjum við pYlsur) og vera með eitthvað að drekka fyrir okkur úti á palli.
Með GKG kveðjum
Guðmundur Árni Gunnarsson
Vallarstjóri