Skráning er á fullum dampi í holukeppni GKG og lýkur núna á mánudaginn 15. júní kl. 12:00.

Holukeppni GKG en mótið er innanfélagsmótið, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari GKG“. Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf.

Keppt er í kvenna- og karlaflokkum. Að hámarki geta 64 skráð sig til leiks í hvorum flokki.  Úrslitaleikur um holumeistara GKG árið 2020 fer síðan fram miðvikudaginn 16. september og verður verðlaunaafhending í kjölfarið.

Skráning í kvennaflokk fer fram hér

Skráning í karlaflokk fer fram hér

Í holukeppni með forgjöf er það dagsformið sem ræður!