Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur sem gekk nýverið til liðs við okkur í GKG, býður uppá spilakennslu fyrir kylfinga næstu vikur, allt til 5. júní. Ólafur Björn, sem er fyrrum Íslandsmeistari hefur undanfarin ár keppt sem atvinnukylfingur víðsvegar um heiminn og hefur mikla reynslu til að miðla til kylfinga. Spilakennslan fer fram í Mýrinni, nema annað sé ákveðið, og miðast við 9 holur. Þetta hentar jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.
Þátttakendur fá góð ráð varðandi undirbúning, leikskipulag, ákvarðanatöku. Einnig ráð varðandi grunnatriðin. Í online casino lokin er farið yfir hringinn og leikmaður fær góð ráð í veganesti til að vinna með í sumar.
Verð kr. 20.000 miðað við einn nemanda. Ef fleiri bætast við í hollið (hámark tveir til viðbótar), bætast við kr. 5.000 per mann, þ.e.a.s. ef þrír taka spilatíma saman þá er verðið kr. 10.000 per mann.
Að skráningu lokinni hefur Ólafur Björn samband við þátttakendur sem koma sér saman um hvenær kennslan fari fram.
Nánari upplýsingar veitir Úlfar íþróttastjóri, ulfar@gkg.is, 862 9204
[accordian][toggle title=”Skráning í spilakennslu hjá Ólafi Birni Loftssyni” open=”no”]Oops! We could not locate your form.
[/toggle] [/accordian][separator top=”40″]