Í fyrsta flokki kvenna hefur Katla Kristjánsdóttir nokkuð örugga forystu á 256 höggum, 8 höggum frá henni er hún Irena Ásdís Óskarsdóttir. Húsgagnasmiðurinn sem á heiðurinn af borðunum undir golfhermana hún Jóhanna Ríkey er svo 6 höggum á eftir Irenu. Þær Elísabet Böðvarsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir koma fast á hæla Jóhönnu þannig að baráttan um þriðja sætið verður spennandi. Við skulum samt ekki gleyma því að allt getur gerst í höggleik.
Hún er mikil spennan í fyrsta flokki karla. Kjartan Jóhannes og Rúnar Jónsson deila fyrsta sætinu á 239 höggum. Þeir Arnór Gunnarsson og Helgi Svanberg Ingason deila þriðja sætinu og eru þremur höggum frá fyrsta sæti. Einu höggi á eftir þeim er aðstoðar vallarstjórinn okkar hann Kristinn Bjarni Heimisson. Úrslitin eru því langt í frá ráðin í fyrsta flokki karla.
Í öðrum flokki kvenna leiðir hún Hanna Bára Guðjónsdóttir á 286 höggum. Höggi á eftir henni er hún Ásgerður Þórey Gísladóttir. Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir er í þriðja sæti 8 höggum á eftir Ásgerði og á tveimur höggum á eftir Málfríði er fyrrverandi varaformaðurinn okkar hún Áslaug Sigurðardóttir.
Í fyrsta sæti í öðrum flokki karla er Gestur Þórisson á 248 höggum en Gestur er pabbi þeirra Huldu Clöru og Evu Maríu sem hafa náð stórgóðum árangri í unglingaflokkunum og eru nú að banka hressilega upp á í fullorðins flokkunum. Fjórum höggum á eftir Gesti er þeir Sigurður Ásgeirsson og Þórhallur Sverrisson eða Tóti draumur. Afabarn Guðmundur Oddssonar fyrrverandi formanns hann Guðmundur Jóhannsson er í fjórða sæti höggi á eftir þeim Sigga og Tóta. Höggi á eftir þeim er íþróttaþjálfarinn og Leiknismaðurinn Óli Halldór Sigurjónsson. Keppnin í öðrum flokki karla er því hnífjöfn og er spennandi dagur framundan í þeim flokki.