Ágætu félagar, nú ætlum við að velta fyrir okkur nokkrum grunnatriðum golftækninnar og skoða hvaða áhrif mismunandi þættir hafa á golfhöggin hjá okkur.

Í þessum fyrsta kennsluþætti ætlum við að spyrja ykkur um hvað við myndum flokka sem of sterkt grip, of veikt grip, og hlutlaust grip, miðað við myndina sem fylgir með.

Að jafnaði, hvaða áhrif hefur of sterkt grip á boltaflugið? En of veikt grip?

Takið þátt í umræðunni á facebooksíðu GKG.