Það voru 220 kylfingar sem tóku þátt í Stella Artois mótinu í ár og var mótið glæsilegra en nokkurn tíman áður.
Spilaður var betri bolti í tveggja manna liðum og urðu úrslitin eftirfarandi:
- Sæti: Sigþór Sigurðarson og Blædís Dögg Guðjónsdóttir 48 punktar
- Sæti: Hákon Atli Birgisson og Sveinbjörn Sigurðsson 47 punktar
- Sæti: Már Másson og Ragnar Þórður Jónasson 46 (25 punktar seinni 9)
Það voru 4 holl á 46 punktum en Már og Ragnar voru bestir á seinni 9.
Heildar úrslit má sjá með að smella á hlekkinn hér til hliðar -> Úrslit
Önnur úrslit voru:
Nándarverðlaun:
17. hola: Arnar Bjarnason GKG 35 cm
13. hola: Ívar Örn Agnarson GK 43 cm
11. hola: Kristján Ingólfsson 23 cm
9. hola: Jónas Gunnarsson GR 1,34 M
4. hola: Finnbogi Alfreðs GO 0.95M
2. hola: Ragnar Már Garðarsson GKG 6 cm
Lengsta upphafshögg
7. braut: Guðjón Rafn Þorsteinsson GÁS
12. braut: Birkir Ívar Guðmundsson GV
Það voru um 180 manns sem mættu í verðlaunaafhendinguna þar sem þeir Jón Jónsson og Daði Freyr Pétursson héldu uppi stuðinu fram eftir kvöldi í fallegu miðnætursólsetri.
Þökkum við Haugen, umboðsaðila Stellu Artois kærlega fyrir samstarfið!
Mótsstjórn.