Hvar: Á neðri hæðinni í íþróttamiðstöð GKG, á meðan húsrúm leyfir (það er veisla á efri hæðinni).

Hvenær: Föstudaginn 23. nóvember kl. 20:00

Hvernig: Útsending frá Golfstöðinni á stórum skjá í fremra herberginu sem breytt verður í sjónvarpssal. Viggi vert sér til þess að það verði enginn skortur á samlokum og viðeigandi veigum til sölu yfir einvíginu og fyrir þá sem verða of spenntir til að sitja kyrrir þá er í boði að leigja tíma í hermunum í innra herberginu á meðan einvígið fer fram og að pútta frammi.

Bandarísku stórstjörnurnar Tiger Woods og Phil Mickelson, sem eiga samtals 19 risatitla, mætast í 18 holu golfeinvígi í Las Vegas í kringum Þakkargjörðarhátíðina. Þar takast kapparnir á um 9 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum milljarði íslenskra króna. Leikið verður til sigurs þar sem sigurvegarinn tekur allt verðlaunaféð og styrkir um leið gott málefni en sá sem tapar fær ekki krónu.

Woods og Mickelson verða með hljóðnema á sér svo sjónvarpsáhorfendur fá að heyra hvað þeir segja sín á milli og á meðan á leiknum stendur munu alls kyns áskoranir fljúga, frá áhorfendum og kylfinganna á milli.

Hér má sjá kappana hita upp fyrir mótið í “golf pong” sem er golfútgáfan af „beer pong“.

Þar reyndu þeir að hitta eins mörgum höggum og þeir gátu í rauðar fötur á 90 sekúndum. Horfið á til að sjá hvor vann.

Sjáumst yfir Leiknum í GKG-Vegas þann tuttugasta og þriðja!

 

Viðburðanefndin