Kæru félagar,
Þegar dag tekur að stytta skiptum við Leirdalsvelli upp í tvo níu holu velli á virkum dögum. Frá og með fimmtudeginum 19. september verðum við því með 3 níu holu velli fram að lokun valla í haust
Völlur 1 – Þeir sem skrá sig til leiks á golf.is á Leirdalinn eftir kl. 14:30 spila holur 1 til 3 og fara þaðan á 13. holu og enda á þeirri 18.
Völlur 2 – Á 4. holu í Leirdalnum höfum við sett upp boltarennu (ekki skráning á golf.is). Þeir sem velja þann hluta spila holu 4 til og með holu 12. Boltarenna virkar þannig að ef það er ekki laust á teiginn þegar mætt er, þá setur viðkomandi boltann sinn í rennuna. Þegar boltinn er kominn fremst í rennuna er viðkomandi næstur á teig.
Völlur 3 – Gamla góða Mýrin, það er engar breytingar á henni.
ATH. þegar holl kemur niður að 13. holu sem er að spila 18 holur (holl sem hefur skráð sig á Leirdalinn fyrir kl. 14:30) þá gildir tannhjólareglan.
Það er von okkar og trú að þessi haust uppsetning á völlum okkar leggist vel í félagsmenn. Markmiðið er að þó svo að dagurinn styttist þá geti sem flestir haldið áfram að spila golf … fram í rauðan kvöldroðann.
Staff og stjórn.