Opnunarmót GKG 2021 – laugardaginn 15. maí

Boli -Opnunarmót GKG fór fram við kjöraðstæður laugardaginn 15. maí. Veðrið var með besta mót, völlurinn frábær og umfram allt GKG andinn sveif yfir vötnum.

Í kvennaflokki sigraði Sigríður Geirsdóttir punktakeppnina á 45 punktum, Katrín Hörn var í öðru sæti á 44 punktum og í þriðja sæti var Ragnheiður H. Ragnarsdóttir. Katrín Hörn, sem er 17 ára gömul gerði sér lítið fyrir og vann höggleikinn á 77 höggum, tveimur höggum betri en reynsluboltinn María Málfríður, sem spilaði völlinn á 79 höggum. Katrín lét ekki þar við látið heldur krækti sér í nándarverðlaun á 11. holu, var eingöngu 71 cm frá holunni auk þess að vera í öðru sæti í punktakeppninni, glæsilegur árangur hjá þessum efnilega kylfingi.

Í karlaflokki sigraði Brjánn Árnason punktakeppnina á 43 punktum, Magnús Gautur Gíslason var í öðru sæti á 42 puntum og Bjarki Már Magnússon var á 40 punktum. Magnús Gautur vann jafnframt höggleikinn á 73 höggum.

Óskum við öllum vinningshöfum til hamingju en hér að neðan eru verðlaunahafar listaðir upp:

Punktakeppni með forgjöf.

Verðlaun:

  1. Sæti: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali. Gjafabréf í Skylagoon fyrir tvo. Glaðningur frá Ölgerðinni
  2. Sæti: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali. Glaðningur frá Ölgerðinni
  3. Sæti: – Gjafabréf í Skylagoon fyrir tvo. Glaðningur frá Ölgerðinni. Gjafabréf í Golfherma GKG

Konur:

  1. Sigríður Geirsdóttir 45 punktar
  2. Katrín Hörn Daníelsdóttir 44 punktar
  3. Ragnheiður H Ragnarsdóttir 42 punktar

Karlar:

  1. Brjánn Árnason 43 punktar
  2. Magnús Gautur Gíslason 42 punktar
  3. Bjarki Már Magnússon 40 punktar

 

Höggleikur

Verðlaun:

  1. Sæti: 30 þúsund króna inneign hjá GKG, 10 þúsund króna gjafabréf í Matarkjallarann, 10 þúsund króna inneign hjá Olís

Karlar:

  1. Sæti: Magnús Gautur Gíslason 73 högg

Konur:

  1. Sæti: Katrín Hörn Daníelsdóttir 77 högg

 

 „Iss ég para bara næstu“ verðlaunin: Jón Þór Friðgeirsson

 

Nándarverðlaun veitt á öllum par 3 holum vallarins.

 

Hola 17: gjafabréf í goflherma GKG og glaðningur frá Ölgerðinni

Nafn kylfings: Hallgrímur Smári, 45.5cm

 

Hola 13: gjafabréf í goflherma GKG og glaðningur frá Ölgerðinni

Nafn kylfings: Jón Gunnarsson, 1,11m

 

Hola 11: Gjafabréf í Skylagoon fyrir 2 og glaðningur frá Ölgerðinni

Nafn kylfings: Katrín Hörn, 71cm

 

Hola 9: Gjafabréf í Skylagoon fyrir 2 og glaðningur frá Ölgerðinni

Nafn kylfings: Eysteinn Marvinsson, 2,12m

 

Hola 4: Gjafabréf í Skylagoon fyrir 2 og glaðningur frá Ölgerðinni

Nafn kylfings: Jóhanna Hjartardóttir, 2,47m

 

Hola 2: Gjafabréf í Skylagoon fyrir 2 og glaðningur frá Ölgerðinni

Nafn Kylfings: Jóhanna Ríkey, 1,38 m

 

Lengsta upphafshögg á 12:

 

Kristófer Eyleifsson og Dagur Þórhallsson (sama lengd og í sama holli)

 

Næstur á tveimur á 18.

 

Sigurður Kristinn Egilsson … á tveimur, þ.e. 0 cm frá holu