Kæru GKG félagar
Bændaglíma GKG fór fram í blíðskaparveðri í gær laugardaginn 3. október, það var leikið frábært golf og sýndu félagsmenn sínar bestu hliðar. Ásta Kristín sýndi tilþrif dagsins, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 11. braut, var það í fyrsta sinn sem hún náði því afreki. Óskum við henni innilega til hamingju.
Bændurnir Venni Páer og Pálmi Freyr glímdu í fyrsta ráshóp dagsins, spiluðu þeir tveggja manna texas scramble holukeppni og réðust úrslitin hjá þeim ekki fyrr en á síðustu holu vallarins, sigurvegarinn var Pálmi Freyr. En sigurlið dagsins var lið Venna Páer sem hlaut 593 punkta á móti 582 punktum liði Pálma Freyrs. Óskum við liði Venna Páers innilega til hamingju með sigurinn í Bændaglímu GKG 2020.
Veitt verða verðlaun fyrir það lið sem var með besta skorið og það voru tvö lið jöfn á 51 punkt. Lið skipað þeim Reyni Guðlaugs, Alexander Reynis, Páli S. Páls og Arnari Sæbergs bar sigur úr bítum með því að vera betri á seinni 9 holunum. Geta þeir nálgast verðlaun sín á skrifstofu GKG eftir helgina.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 holum vallarins og geta verðlaunahafar einnig nálgast verðlaun sín á skrifstofu GKG eftir helgina, eftirfarandi kylfingar voru í stuði á eftirfarandi holum:
2. hola, Jón Benedikt 1,10m
4. hola, Gunnlaugur Sigurðsson 1,18m
9. hola, Vignir Hlöðversson 2,60m
11. hola, Ásta Kristín HOLA Í HÖGGI !!!
13. hola, Páll S. Pálsson 1,075m
17.hola, Þorkell Erlingsson 1,70m
Viljum við þakka öllum keppendum fyrir að taka þátt í lokamóti ársins sem var með óvenjulegu sniði í ár. Hlökkum til að sjá ykkur í golfhermunum í vetur.
Með kveðju,
Mótanefnd GKG