Lokadagur innanfélagsmótahalds GKG var haldinn með pompi og prakt sunnudaginn 28. ágúst. Dagurinn byrjaði á punktamóti fyrir aðra keppendur aðra en þá sem tóku þátt í sjálfum úrslitunum. Um hádegisbil var svo ræst út í úrslitum liðakeppninnar og Holukeppni GKG.
Í liðakeppninni voru það RainX og Refendarius sem háðu úrslitakeppnina. Það var mikil spenna á lokaholunum og endaði hefðbundin keppni jöfn á 18. Það þurfti því bráðabana til að skera úr um sigurvegara og voru það lið RainX sem hafði betur í þeirri viðureign. Óskum við þeim til hamingju.
Keppnin á milli holumeistara kvenna og karla var jafnframt spennandi. Þar skiptust þau Sigurður Benediktsson og Jóhanna Ríkey á forystunni en leikar enduðu þannig að Sigurður vann á 17. holu.
Í lokahófinu um kvöldið var nánast húsfyllir. Auk þess að veitt voru verðlaun í famangreindum mótum þá voru veitt verðlaun fyrir Mánudagsmótaröðina. Mánudagsmótaraðarmeistarinn frá því í fyrra Ragnar Geir Hilmarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið aftur í ár. Í kvennaflokki sigraði hún Helga Björg Steingrímsdóttir.
Sjá verðlaunahafa hér að neðan.
VITA-Mánudagsmótaröðin
Karlaflokkur
1.sæti Ragnar Geir Hilmarsson – 172 punktar
2.sæti Pétur Ómar Ágústsson – 162 punktar
3.sæti Gissur Jónasson – 160 punktar
Kvennaflokkur
1.sæti Helga Björg Steingrímsdóttir – 168 punktar
2.sæti Hulda Sigurbjörnsdóttir – 161 punktar
3.sæti Hanna Bára Guðjónsdóttir – 159 punktar
Holukeppni GKG
Holumeistari GKG 2022 – Sigurður Benediktsson
Holumeistari Karla – Sigurður Benediktsson
Holumeistari Kvenna – Jóhanna Ríkey
Liðakeppni GKG
1.sæti RainX
2.sæti Refendarius
3.sæti Lóurnar
Flottustu búningarnir
Pörin
Liðstjóri
Helgi Már Halldórsson
Lokamót Keppnishalds GKG
Karlaflokkur
1.sæti Ingi Þór Ingólfsson 43 punktar
2.sæti Hallmundur Albertsson 37 punktar
3.sæti Pétur Ómar Ágústsson 36 punktar (Jafn Svani Karli en með 20 á seinni 9)
Kvennaflokkur
1.sæti Snjólaug Birgisdóttir 42 punktar
2.sæti Erna Björg Sigurðardóttir 41 punktur
3.sæti Helga Björg Steingrímsdóttir 40 punktar
Nándarverðlaun
- hola Óla Eggerts 388 cm
- hola Marinó Már 108 cm
- hola Fjóla Rós 432 cm
- hola Kristrún Sigurðardóttir 121 cm
- hola Guðbjörg J. Guðlaugsdóttir 521 cm
- hola Ragnheiður Stephensen 443 cm