Hinu árlega Niðjamóti lauk í gær en það er hefð fyrir því að mótið sé undanfari Meistaramótsins. Mótið var hið glæsilegasta og fór ágóðinn af mótinu í barna- og unglingastarf GKG. Sigurvegarar mótsins þetta árið voru feðgarnir Hörður Jóhannesson og Hjalti Harðarson en þeir spiluðu á 41 punkti. Veitt voru verðlaun fyrir sjö efstu sætin. Baráttan var hörð um hvert sæti eins og sjá má á stöðutöflunni hér að neðan. 

 

Staða Kylfingur Punktar
1 Hörður og Hjalti 41
2 Þórhallur og Dagur 40
3 Daníel Hreiðar og Katrín Hörn 40
4 Daníel og Kolbrún 39
5 Emil Þór og Alma Rún 39
6 Dagur Fannar og Ólafur Ingvar 39
7 Sveinn Kristinn og Gunnlaugur Árni 39
8 Friðrika Alda og Símon Michael 39
9 Emil Austmann og Kristinn 39
10 Gunnar og Jón 38
11 Trausti og Logi 38
12 Sólon Baldvin og Baldvin 38
13 Viktor Markusson og Ingvar Hafsteinn 38
14 Gunnar Páll og Egill Ragnar 38
15 Gestur og Þórir 37
16 Dagur Fannar og Ólafur Ingvar 37
17 Eva og Gestur 36
18 Hörður og Bjarney Ósk 36
19 Kristján og Hilmar 36
20 Gunnar Árna og Gunnar Snær 36
21 Sigurður Arnar og Garðar 35
22 Gústav og Guðbjörg Jóna 35
23 Helga og Jóhannes 34
24 Hilmar og Ólafur 33
25 Guðmundur og Jóhann 33
26 Soffía og Áki 32
27 Flosi Valgeir og Jakob Valgeir 31
28 Anna Júlía og Ólafur 30
29 Guðjón og Sigvaldi Björn 29
30 Róbert Leó og Arnór 27
31 Sturla Rafn og Snorri Björn 27
32 Sigurður og Svavar 27

 

Einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautir vallarins.

Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með greensome fyrirkomulagi, sem felur í sér að báðir slá af teig og skiptast síðan á, þannig að sá sem ekki á upphafshögg slær annað högg og síðan til skiptis þar til bolti liggur í holu eða punktar eru búnir. Lið voru þannig skipuð að annar liðsmaður var afkomandi hins eða tengdabarn. Mótsstjórn getur samþykkt annars konar fjölskyldutengsl. Forgjöf liðs var 40% af leikforgjöf þess sem hærri hafði forgjöfina og 60% af forgjöf þess sem lægri hafði hana.