Kæru félagar,
Nú nálgast stóra stundin því vallarstjóri hefur ákveðið að opna vellina okkar laugardaginn 8. maí.
Hér að neðan eru mikilvægar upplýsingar sem við biðjum ykkur að fara yfir og kynna ykkur.
Í byrjun verða ekki hrífur í glompum og svampur í holu vegna Covid aðgerða.
Reglur um skráningu eru eftirfarandi:
- Félagsmenn geta skráð sig með fjögurra daga fyrirvara
- Félagsmaður getur verið með að hámarki þrjár virkar skráningar í einu.
- Skráning opnar kl. 21:00 (Félagsmaður sem ætlar að skrá sig í golf á sunnudegi, getur gert það frá miðvikudagskvöldinu kl. 21:00)
- Utanfélagsmenn geta skráð sig með tveggja daga fyrirvara.
Það eru fjölmargar breytingar á völlunum okkar þetta árið. Þær helstu eru:
- Forgjafaröð á Leirdal og Mýrina eru breitt og taka mið af tilmælum WHS forgjafarkerfisins varðandi úthlutun forgjafarhögga.
- Fimmta holan á Mýrinni er nú par 4 hola í stað par 5
- Sjöunda holan á Mýrinni er nú par 5 hola í stað par 4
- Á Leirdalnum eru ný teigmerki
- Ný brú er yfir skurðinn á 16. holu
- Nýr kantsteinn er við aðra braut á Mýrinni og fyrstu braut á Leirdal
- Búið er að malbika framlengingu á stíg við fyrstu á Mýrinni og teig 47 á fyrstu á Leirdal
- Ný teigmerki eru á öllum teigum
Manstu ekki lykilorðið, auðkennið þitt eða hvernig á að skrá rástíma?
- Leitaðu í tölvupóstinum þínum af textanum „IS-5“
- Farið inn á www.golfbox.golf og smellið á „*Forgot your password?“
- Ef þú þarft að rifja upp hvernig þú skráir rástíma á vefnum eða í appinu, þá eru leiðbeiningar hér.
Golfbílar eru leyfðir á völlum GKG við opnun.
Hægt er að æfa sig á eftirfarandi stöðum (ath. að skipulagt æfingastarf hefur forgang)
- Hægt er að æfa vipp við áttundu flötina á Mýrinni
- Hægt er að slá styttri högg á æfingasvæðinu vestan við Hnoðraholtsveg
- Hægt er að æfa lengri högg (sveifluna) við gamla æfingasvæðið þar sem netbúrið er. Um mánaðarmótin maí júní færum við Trackman tækin úr Kórnum þangað. Gömlu góðu boltakortin virka í boltavélina, hægt er að kaupa inneign í verslun GKG.
- Hægt er að æfa lengri högg í golfhermum GKG, sjá nánar sumartilboð til félagsmanna hér að neðan (kr. 1.000,- háltíminn eingöngu fyrir félagsmenn)
- Hægt er að æfa styttri högg og pútt inandyra í Kórnum, ath. að gofhermarnir verða ekki í notkun í Kórnum frá og með 1. Júní þar sem þeir verða á æfingasvæðinu
- Við rástímaskráningu er hægt að kaupa 15 mín upphitun í golfhermunum GKG á kr. 500,-
Göngum vel um vellina okkar.
- Gerið við öll boltaför sem þið sjáið
- Gangið vel um glompurnar og reynið eftir fremsta megni að slétta þær á meðan hrífur eru ekki til staðar
- Rusl, tyggjó, sígarettustubbar og baggar eiga að fara í ruslið, þeir sem verða uppvísir af því að henda slíku út á velli fá áminningu og tímabundna frávísun úr klúbbnum eftir annað brot
- Sýnum fordæmi og týnum upp allt rusl sem við sjáum og setjum í rusladalla
Það má búast við því að það verði mikið að gera hjá okkur í sumar og að vellirnir verði þétt setnir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mun minna er um ferðalög erlendis út af „svolitlu“. Í ljósi þess munum við herða eftirlit með því að kylfingar mæti á skráða rástíma, það er dapurt að sjá laus pláss í hollum sem eru fullbókuð. Fyrsta brot er áminning, annað brot er viku frávísun frá völlum GKG.
Félagsmenn geta jafnframt spilað golf í golfhermunum fyrir eingöngu kr. 1.000,- á hálftímann. Til að þetta tilboð gildi þurfa allir sem spila í viðkomandi hermi að vera félagsmenn í GKG, annars gildir verðskrá GKG.
Njótum samverunnar í sumar, hlökkum til að sjá ykkur á vellinum og umfram allt höfum gaman af þessu!
Starfsfólk GKG