Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda „opið“ innanfélagsmót, Lokamótið“.  

Vegna leiðindaveðurs var lokamótinu sjálfu aflýst en úrslitin réðust í Liðakeppni GKG þegar Öldungarnir og Skotturnar létu vaða í óveðrinu og léku til þrautar. Að loknum fjórleik og tveimur tvímenningsleikjum var staðan jöfn 1,5 gegn 1,5 hálfum vinningi þannig að jafnara gat það ekki verið. Andrúmsloftið var rafmagnað þegar fulltrúi hvors liðs fóru á teig í bráðabana. Úrslitin réðust á fyrstu holu í  þar sem Öldungar stóðu uppi sem sigurvegarar, til hamingju!

Pörin og Olsen bandið léku daginn áður um þriðja sætið og þurfti einnig bráðabana til að fá úrslit þar sem Pörin höfðu betur.

  1. sæti Öldungarnir: Andrés Guðmundsson, Eyþór K. Einarsson, Gunnar Páll Þórisson, Helgi Svanberg Ingason, Jóhann Unnsteinsson, Símon Kristjánsson, Þorsteinn R. Þórsson.
  2. sæti (Silfur)Skotturnar: Ásgerður Þ. Gísladóttir, Birna Aspar, Elísabet Böðvarsdóttir, Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir, Hanna Björg Kjartansdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Sigríður Olgeirsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir.
  3. sæti Pörin: Ásta Kristín Valgarðsdóttir, Gísli Þorgeirsson, FJóla Rós Magnúsdóttir, Ævar Rafn Þrastarson, Berglind Jónasdóttir, Þór Sigurþórsson, Sigríður Geirsdóttir, Svanur Karl Gretarsson.

Allar upplýsingar um fyrirkomulag Liðakeppnina má finna hér.

 

Holukeppni GKG er elsta innanfélagsmót GKG, sett á laggirnar strax við stofnun klúbbsins af Gunnlaugi Sigurðssyni.

Leikið er í karla- og kvennaflokki en sigurvegarar hvors flokks leika síðan til úrslita um titilinn Holumeistari GKG.

Úrslit í kvennaflokki

  1. sæti Guðrún María Benediktsdóttir
  2. sæti Elín Jóhannesdóttir

Úrslit í karlaflokki

  1. sæti Arnór Árnason
  2. sæti Sæmundur Melstað

Holumeistari GKG

1.sæti Arnór Árnason

2.sæti Guðrún María Benediktsdóttir

3.sæti Elín Jóhannesdóttir

Allar upplýsingar um fyrirkomulag Holukeppninnar má finna hér.

 

VITAgolf mánudagsmótaröð GKG er leikin flesta mánudaga tímabilsins en 10 mót voru haldin í ár, tveimur færra en venjulega vegna seinkunnar á opnun valla í vor. Fjórir bestu hringirnir töldu í heildarkeppninni en lokaumferðin gildir tvöfalt. Glæsilegir ferðavinningar frá VITAgolf voru fyrir sigurvegara í karla- og kvennaflokki.

Úrslitin í kvennaflokki urðu þannig:

  1. sæti Elín Jóhannesdóttir á 170 punktum
  2. sæti Elísabet Böðvarsdóttir á 162 puntum
  3. sæti Hanna Bára Guðjónsdóttir á 162 punktum

 Úrslitin í karlaflokki urðu þannig:

  1. sæti Jónas Elíasson á 171 punkti
  2. sæti Ólafur M. Birgisson á 168 punktum
  3. sæti Þorgrímur Toggi Björnsson á 165 punktum

Hér er hægt að skoða stigalista VITAgolf mánudagsmótaraðarinnar.

Allar upplýsingar um fyrirkomulag VITAgolf mánudagsmótaröðinni má finna hér.

Í lokahófinu voru veitt verðlaun fyrir ofangreind mót en auk voru veitt aukaverðlaun fyrir holu í höggi í Liðakeppninni auk viðurkenninga til mótsstjóra.

Sjálfboðaliði ársins í GKG fékk Toggi Björnsson fyrir einstaklega óeigingjarnt starf í mörg ár, en Toggi á heiðurinn af því að hafa komið upp og viðhaldið símkerfi klúbbsins sem og mörgu sem viðkemur uppsetningu á rafmagns- og tölvumálum í GKG.

Myndir frá úrslitaviðureignum í Liðakeppninni og lokahófinu má finna hér.

Verðlaunahafar sem áttu ekki heimangengt á lokahófið geta sótt sína vinninga á skrifstofu GKG.

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum kærlega fyrir þátttökuna í sumar!

Áfram GKG!

Holukeppni GKG: F.v. Guðrún María, Elín, Beggi í stað Sæmundar. Á myndina vantar Arnór Árnason.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aggi og Toggi Sjálfboðaliði ársins

3. sæti í Liðakeppninni, Pörin: Svanur, Sigríður, Ásta, Gísli, Ævar, Fjóla, Berglind, Þór

2. sæti í Liðakeppninni, (Silfur)Skotturnar: Hanna Björg, Dröfn, Elísabet

Ofurmótsstjórar: Sigurjón Holukeppni, Ingibjörg Liðakeppni

VITA karlaflokkur: 2 sæti Ólafur, 3. sæti Toggi. Á myndina vantar Jónas

VITA kvennaflokkur: 2. sæti Elísabet, 1. sæti Elín, 3. sæti Hanna Bára

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öldungar og Skottur á leið í úrslitaleikinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinn eftir að hafa tryggt Öldungunum sigurinn eftir bráðabana

 

Arnar Már og hljómsveit hans The Flying Elbows rokkuðu í lokahófinu