Það er gaman að fylgjast með okkar ungu afrekskylfingum í keppnum erlendis.

Guðjón Frans Halldórsson, Íslandsmeistari 15-16 ára, keppti nýverið á tveimur mótum sem eru hluti af Global Junior mótaröðinni, en bæði mótin voru haldin á Ítalíu. Guðjón Frans hreppti 2. sætið í báðum mótum, í seinna mótinu aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Til hamingju með frábæran árangur!

Valdimar Jaki Jensson, sem er aðeins 14 ára, tók einnig þátt í Bogogno mótinu og sótti þar dýrmæta reynslu fyrir framtíðina.

Nánar um Bogogno International Junior Open mótið:

Sjá úrslit hér í Bogogno International Junior Open:

Nánar um GJG Italian Junior Classics mótið:

Sjá úrslit hér í GJG Italian Junior Classics :

María Ísey Jónasdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á meistaramóti Lake Nona golfklúbbsins í Orlando í október. Vel gert hjá María!

Stefán Jökull Bragason fékk boð á Oregon State Invitational mótið eftir flottan árangur á US Kids European mótinu fyrr á árinu. Leikið var á Pronghorn Golf Club sem hannaður er af Jack Nicklaus. Sjá nánar um Oregon State mótið hér.

Sigursveit U14 ára golfklúbba: Frá vinstri, Stefán Jökull, Benjamín Snær, Valdimar Jaki, Björn Breki og Arnar Heimir.

Benjamín Snær Valgarðsson og Arnar Heimir Gestsson tóku þátt á Triple A European Masters sem haldið var á San Roque vellinum á Spáni. Mótinu var skipt í tvo flokka, U21 og U15 en Benjamín og Arnar eru 14 ára. Leikið var á teigum þar sem völlurinn var rúmlega 6000 metra langur.

Sjá úrslit mótsins hér

Fyrir unga og efnilega kylfinga eru svona mót gríðarlega mikilvæg, að máta sig við erlenda jafnaldra og spreyta sig í keppnum á frábærum keppnisvöllum. Það er engin spurning að svona reynsla eflir þau til dáða.

 

 

 

Loks er gaman að segja frá því að Gunnar Þór Heimisson, Íslandsmeistari í holukeppni 15-16 ára tók þátt í Champions of Champions mótinu í U15 flokknum sem hefur verið haldið árlega á Lough Erne golfvellinum á Norður Írlandi. Mótið var haldið 25. til 27. júlí. Kepptar voru þrjár umferðir, fyrsta á Castelhume vellinum og seinni tvær á Faldo vellinum fræga sem hannaður var af Nick Faldo.

 
 
Gunnar Þór endaði í 5. sæti og tryggði sér þáttökurétt aftur á næsta ári. Benjamín Snær tók einnig þátt í þessu móti og endaði í 19. sæti.