Það er gaman að fylgjast með okkar ungu afrekskylfingum í keppnum erlendis.
Guðjón Frans Halldórsson, Íslandsmeistari 15-16 ára, keppti nýverið á tveimur mótum sem eru hluti af Global Junior mótaröðinni, en bæði mótin voru haldin á Ítalíu. Guðjón Frans hreppti 2. sætið í báðum mótum, í seinna mótinu aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Til hamingju með frábæran árangur!
Valdimar Jaki Jensson, sem er aðeins 14 ára, tók einnig þátt í Bogogno mótinu og sótti þar dýrmæta reynslu fyrir framtíðina.
Nánar um Bogogno International Junior Open mótið:
Sjá úrslit hér í Bogogno International Junior Open:
Nánar um GJG Italian Junior Classics mótið:
Sjá úrslit hér í GJG Italian Junior Classics :
María Ísey Jónasdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á meistaramóti Lake Nona golfklúbbsins í Orlando í október. Vel gert hjá María!
Stefán Jökull Bragason fékk boð á Oregon State Invitational mótið eftir flottan árangur á US Kids European mótinu fyrr á árinu. Leikið var á Pronghorn Golf Club sem hannaður er af Jack Nicklaus. Sjá nánar um Oregon State mótið hér.

Sigursveit U14 ára golfklúbba: Frá vinstri, Stefán Jökull, Benjamín Snær, Valdimar Jaki, Björn Breki og Arnar Heimir.
Benjamín Snær Valgarðsson og Arnar Heimir Gestsson tóku þátt á Triple A European Masters sem haldið var á San Roque vellinum á Spáni. Mótinu var skipt í tvo flokka, U21 og U15 en Benjamín og Arnar eru 14 ára. Leikið var á teigum þar sem völlurinn var rúmlega 6000 metra langur.
Fyrir unga og efnilega kylfinga eru svona mót gríðarlega mikilvæg, að máta sig við erlenda jafnaldra og spreyta sig í keppnum á frábærum keppnisvöllum. Það er engin spurning að svona reynsla eflir þau til dáða.
Loks er gaman að segja frá því að Gunnar Þór Heimisson, Íslandsmeistari í holukeppni 15-16 ára tók þátt í Champions of Champions mótinu í U15 flokknum sem hefur verið haldið árlega á Lough Erne golfvellinum á Norður Írlandi. Mótið var haldið 25. til 27. júlí. Kepptar voru þrjár umferðir, fyrsta á Castelhume vellinum og seinni tvær á Faldo vellinum fræga sem hannaður var af Nick Faldo.