Miðvikudagsmótaröð GKG 2007 heldur áfram á morgun, þann 1. ágúst. Þetta er fjórða mótið af sjö í sumar og þar sem fjögur bestu mótin telja til heildarverðlaunanna þá er þetta síðasti séns fyrir þá sem ekki hafa áður tekið þátt í sumar að byrja og eiga séns á verðlaunum í haust. Keppnin er punktakeppni og auk aðalverðlaunanna í haust, en þau fá fimm efstu karla- og kvennaflokki, þá er verðlaun í boði fyrir mesta punktafjölda í hvorum flokki fyrir sig fyrir hvert mót. Verðlaunin eru 10.000 króna inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði og geta sigurvegarar síðasta móts, Hansína Þorkelsdóttir og Þorsteinn Reynir Þórsson sótt sín verðlaun í ProShop í vikunni.
Mótið á morgun fer fram með venjulegum hætti, kylfingar skrá sig á rástíma hvenær sem er dagsins en mæta í Proshop áður en leikur hefst, greiða mótsgjald og fá skorkort sem þeir skila að leik loknum. Ef menn ljúka leik eftir að ProShop lokar þá hafa menn frest til að skila kortinu inn til klukkan 22:00 á fimmtudeginum.
Smellið hér til að sjá úrslit síðasta móts og stöðuna eftir þrjú fyrstu mótin